Snorrastofa
valmynd
Snorrastofa Snorrastofa
  • Þjónusta við gesti
    Þjónusta við gesti Milliforsíða →
    • Kynningar, leiðsögn og fyrirlestrar
    • Sýningar
    • Verslun
    • Ráðstefnu- og fundaaðstaða
    • Gisting

    Snorrastofa veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu í Gestastofu. Hún er á jarðhæð Reykholtskirkju — Snorrastofu, en þar er sýning um Snorra Sturluson, auk þess sem boðið er upp á styttri og lengri kynningar um miðaldir, Snorra og Reykholt.

    Opnunartímar Gestastofu

    1. maí – 31. ágúst, alla daga vikunnar 10 – 17

    1. september – 30 apríl, virka daga 10 – 17

    Á öðrum tímum eftir samkomulagi.

    Verðlisti Gestastofu 2019 (pdf)

    Við bjóðum gestum styttri og lengri kynningar um Sögu Snorra, bókasafn og kirkju. Lifandi kynning fyrir hópa hrífur og skapar nýja vídd. Fyrirlestrar og leiðsögn eru á íslensku, norrænum málum, ensku og þýsku.

    Í Gestastofu er ein meginsýning, Saga Snorra, en auk þess eru í anddyri hennar Perlur í Reykholtsdal og Húsafellssteinar. Sumarið 2017 var opnuð sýning í gamla héraðsskólanum vegna 70 ára afmælis Snorrastyttunnar, Snorrahátíðin 1947 í lifandi myndum – og sjötugur hljóðheimur. Aðgang að þessari sýningu þarf að panta sérstaklega.

    Í gestastofu er rekin verslun með bókum, hljómdiskum og íslensku handverki.

    Allur hagnaður af rekstri verslunar rennur til uppbyggingar í Reykholti á vegum Snorrastofu og Reykholtskirkju.

    Snorrastofa hefur yfir eftirfarandi aðstöðu að ráða til ráðstefnu- og fundarhalda:
    – Ráðstefnu og hátíðarsal fyrir allt að 100 manns í sæti.
    – Þrjú fundarherbergi fyrir 6-12 manna fundi.
    – Bókhlöðusal Snorrastofu fyrir 50-60 manns í sæti.
    – Safnaðar- og sýningarsal með aðstöðu til léttra veitinga.

    Gistirými Snorrastofu er ætlað innlendum og erlendum fræði- og listamönnum.

  • Viðburðir
  • Snorrastofa
    Snorrastofa Milliforsíða →
    • Bókhlaða
    • Rannsóknir og fræði
    • Stjórnir, skipurit og stofnskrá
    • Saga stofnunarinnar
    • Starfsmenn
    • Samstarf
    • Umsýsla

    Snorrastofa sinnir rannsóknum, starfrækir bókhlöðu, annast tónleikahald í Reykholtskirkju og veitir ferðamönnum þjónustu í gestastofu, sem er á jarðhæð Reykholtskirkju-Snorrastofu.

    GPS punktar fyrir Reykholt:  N64° 39′ 53.661″ W21° 17′ 32.068″

     

    Snorrastofa vinnur að rannsóknum í miðaldafræðum og sögu Borgarfjarðar og miðlar þekkingu með sýningum, alþjóðlegum ráðstefnum, málþingum, fyrirlestrahaldi, námskeiðum og útgáfu.

    Snorrastofa í Reykholti er sjálfseignarstofnun með sérstaka stjórn og starfar á grundvelli laga, nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

     

    Snorrastofa, sem er menningar- og miðaldastofnun, var formlega stofnuð í minningu Snorra Sturlusonar á dánardægri hans 23. september 1995

    Starfsmenn Snorrastofu eru bæði heilsársstarfsmenn, sumarstarfsmenn og rannsóknarfélagar

    Formleg tengsl og samstarf Snorrastofu við aðrar stofnanir.

    Húsnæði, hirða svæðisins og eftirlit með fornminjum.

  • Reykholt
    Reykholt Milliforsíða →
    • Reykholtskirkja
    • Saga Reykholts
    • Gisting og þjónusta
    • Nágrenni Reykholts

    Reykholt er einn sögufrægasti staður landsins, þjóðmenningarstaður. Sagnaritarinn, fræðimaðurinn og höfðinginn Snorri Sturluson settist að í Reykholti árið 1206 og óf þaðan þéttriðið net valda og áhrifa um allt land — og reyndar alla leið til Noregs. Á miðöldum var kirkjumiðstöð í kaþólskri tíð og á dögum Snorra miðstöð lærdóms og valda.

    GPS punktar fyrir Reykholt:  N64° 39′ 53.661″ W21° 17′ 32.068″

    Saga Reykholts spannar meira en þúsund ár og hér voru oftsinnis kirkjuhöfðingar og valdsmenn um lengri og skemmri tíma.

    Saga Reykholts spannar meira en þúsund ár og hér voru oftsinnis kirkjuhöfðingar og valdsmenn um lengri og skemmri tíma.

    Sögu Reykholtsskóla verður til haga haldið hér á vefnum.

    Í Reykholti er heilsárshótel, Fosshótel Reykholt og í nágrenninu eru nokkrir möguleikar á gistingu, bæði í svokallaðri bændagistingu og á hótelum.

    Afþreying og náttúruperlur í nágrenni Reykholts.

  • Snorri Sturluson

Viðburðir frá 2015

Væntanlegir viðburðir
  • 2019
  • desember
  • nóvember
  • október
  • september
  • ágúst
  • júlí
  • júní
  • maí
  • apríl
  • mars
  • febrúar
  • janúar
  • 2018
  • desember
  • nóvember
  • október
  • september
  • ágúst
  • júlí
  • júní
  • maí
  • apríl
  • mars
  • febrúar
  • janúar
  • 2017
  • desember
  • nóvember
  • október
  • september
  • ágúst
  • júlí
  • júní
  • maí
  • apríl
  • mars
  • febrúar
  • janúar
  • 2016
  • desember
  • nóvember
  • október
  • september
  • ágúst
  • júlí
  • júní
  • maí
  • apríl
  • mars
  • febrúar
  • janúar
  • 2015
  • desember
  • nóvember
  • október
  • september
  • ágúst
  • júlí
  • júní
  • maí
  • apríl
  • mars
  • Þú ert hér:
  • Snorrastofa.is
  • Viðburðir

Ný skref í uppbyggingu ferðaþjónustu í Reykholti

7. mars 2015, kl. 13:00
Snorrastofa

Opið hús í Snorrastofu og kynning á þeim verkefnum, sem unnið hefur verið að undanfarin ár til bættrar þjónustu við gesti staðarins

✝ Aðalsafnaðarfundur

1. apríl 2015, kl. 20:30
Reykholtskirkja

✝ Messa

3. apríl 2015, kl. 22:00
Reykholtskirkja

✝ Páskavaka

4. apríl 2015, kl. 23:00
Reykholtskirkja

Listamaður á söguslóðum

15. september 2015, kl. 20:30
Bókhlaða Snorrastofu

Johannes Larsen á ferð um Ísland 1927 og 1930 Vibeke Nørgaard Nielsen og Sigurlín Sveinbjarnardóttir flytja

Snorres venner (Vinir Snorra)

23. september 2015
Björgvin í Noregi

Hollvinafélag, stofnað í minningu Snorra Sturlusonar

Snorrastofa fagnar 20 ára afmæli

3. október 2015, kl. 15:00
Snorrastofa

Snorrastofu var ýtt úr vör á dánardægri Snorra Sturlusonar 23. september 1995. Þá var undirrituð stofnskrá hennar en það gerðu Guðlaugur Óskarsson formaður sóknarnefndar Reykholtskirkju og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Af þessu tilefni býður stofnunin til dagskrár í Reykholtskirkju – Snorrastofu: Litið til baka. Björn Bjarnason formaður stjórnar Snorrastofu; Snorrastofa í dagsins önn. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður […]

Frá rammri forneskju til kristins kóngs. Námskeið.

5. október 2015, kl. 20:00
Landnámssetur í Borgarnesi

Konungasögur ritaðar í Borgarfirði – Fyrsta námskeiðskvöld Námskeið á vegum Snorrastofu, Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Konungasagnaritun Íslendinga á miðöldum náði hápunkti sínum á 13. öld í verkum Snorra Sturlusonar í Reykholti. Sögurnar eru einstakar heimildir um sögu norrænna þjóða og kallast bæði á við önnur verk Snorra (Eddu, Egils-sögu) sem og […]

Fyrirlestrar í héraði: Afreksfólk öræfanna Fjalla-Eyvindur og Halla

13. október 2015, kl. 20:30
Bókhlaða Snorrastofu

Hjörtur Þórarinsson fyrrverandi skólastjóri á Kleppjárnsreykjum flytur Hjörtur, sem Borgfirðingum er að góðu kunnur, hefur unnið að því undanfarin ár að varpa ljósi á lífshlaup Fjalla-Eyvindar og Höllu og staðið að merkingum dvalarstaða þeirra um landið. Hann hefur tekið saman bók um öræfalíf þeirra, sem kom út árið 2012 hjá Ferðafélagi Íslands Umræður og kaffiveitingar […]

Tónleikar. Nordsjællands Sinfonia

15. október 2015, kl. 20:00
Reykholtskirkja

Hljómsveitin kemur í tónleikaferð til Íslands 12. – 17. október næstkomandi. Á efnisskránni eru Píanókonsert í a-moll, ópus 16 eftir Edvard Grieg Stjórnandi: Jesper Grove Jørgensen, einleikari: Aladár Rácz. Á efnisskránni eru Symfónía nr. 1 eftir Carl Nielsen; Forleikur að „Elverhøj“ ópus 100 eftir F. Kuhlau og Nordiske fostbrødre (Norrænir fóstbræður) eftir H.C.Lumbye. Hljómsveitin Nordsjællands […]

Fyrsta prjóna-bóka-kaffi vetrarins

15. október 2015, kl. 20:00
Bókhlaða Snorrastofu

Fyrsta prjóna-bóka-kaffi vetrarins er framundan. Kvöldstund í bókhlöðunni við hannyrðir, bókaspjall og kaffisopa. Það verður eins og undanfarna vetur hálfsmánaðarlega Kvöldið verður tileinkað smásagnasafni Svövu Jakobsdóttur, Sögur handa öllum, á sama hátt og gert verður á Lestrarhátíð í Reykjavík. Safnið opið til útlána, allir eru velkomnir Við hlökkum til að sjá ykkur.

✝ Helgihald í Reykholtskirkju

Margar dagsetningar
Reykholtskirkja

Helgihald í Reykholtskirkju er rakið með viðburðum í Reykholti.

✝ Helgihald í Reykholtskirkju

Margar dagsetningar
Reykholtskirkja

Helgihald í Reykholtskirkju er rakið með viðburðum í Reykholti.

✝ Helgihald í Reykholtskirkju

Margar dagsetningar
Reykholtskirkja

Helgihald í Reykholtskirkju er rakið með viðburðum í Reykholti.

✝ Helgihald í Reykholtskirkju

Margar dagsetningar
Reykholtskirkja

Helgihald í Reykholtskirkju er rakið með viðburðum í Reykholti.

Prjóna-bóka-kaffi í bókhlöðunni

Margar dagsetningar
Bókhlaða Snorrastofu

Kvöldstund í bókhlöðu Snorrastofu við hannyrðir, bókaspjall og kaffisopa. Gestir eru hvattir til að hafa með sér hugmyndir og uppskriftir að hannyrðum og hvers konar handverki.

Prjóna-bóka-kaffi í bókhlöðunni

Margar dagsetningar
Bókhlaða Snorrastofu

Kvöldstund í bókhlöðu Snorrastofu við hannyrðir, bókaspjall og kaffisopa. Gestir eru hvattir til að hafa með sér hugmyndir og uppskriftir að hannyrðum og hvers konar handverki.

Prjóna-bóka-kaffi í bókhlöðunni

Margar dagsetningar
Bókhlaða Snorrastofu

Kvöldstund í bókhlöðu Snorrastofu við hannyrðir, bókaspjall og kaffisopa. Gestir eru hvattir til að hafa með sér hugmyndir og uppskriftir að hannyrðum og hvers konar handverki.

Hann kom kristni á Ísland

2. nóvember 2015, kl. 20:00
Bókhlaða Snorrastofu

Konungasögur ritaðar í Borgarfirði: Hann kom kristni á Ísland Haralds saga gráfeldar, Ólafs saga Tryggvasonar Námskeið á vegum Snorrastofu, Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Konungasagnaritun Íslendinga á miðöldum náði hápunkti sínum á 13. öld í verkum Snorra Sturlusonar í Reykholti. Sögurnar eru einstakar heimildir um sögu norrænna þjóða og kallast bæði á við […]

✝ Helgihald á Gilsbakka

Margar dagsetningar
Gilsbakkasókn

Gilsbakkakirkja í Hvítársíðu er í Reykholtsprestakalli.

✝ Helgihald á Gilsbakka

Margar dagsetningar
Gilsbakkasókn

Gilsbakkakirkja í Hvítársíðu er í Reykholtsprestakalli.

✝ Helgihald á Gilsbakka

Margar dagsetningar
Gilsbakkasókn

Gilsbakkakirkja í Hvítársíðu er í Reykholtsprestakalli.

Upplestrar, fyrirlestur, prjóna-bóka-kaffi í Norrænu bókasafnavikunni

9. nóvember 2015
Bókhlaða Snorrastofu

Norræna bókasafnavikan er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðulöndunum og nágrenni. Mánudaginn 9. nóvember verður Norræna bókasafnavikan sett í 19. sinn, þar sem norræn frásagnarlist og sagnaauður eru í öndvegi. Vikan verður sneisafull af alls kyns viðburðum – svo sem upplestrum, umræðum, […]

Dagrenning með yngstu kynslóðinni í bókhlöðunni

9. nóvember 2015, kl. 10:00
Bókhlaða Snorrastofu

Norræna bókasafnavikan hefst í dagrenningu kl. 10 með sögustund þar sem Aldís Eiríksdóttir les úr bók vikunnar, Vöffluhjarta eftir Maria Parr.  Sami texti er lesinn um öll Norðurlönd. Elstu börnin á leikskólanum Hnoðrabóli og þau yngstu á Kleppjárnsreykjum eru sérstakir gestir en allir eru velkomnir. Börnin fá svo að njóta næðis og skoða sig um […]

Fyrirlestrar í héraði: „Einn kvenmaður“

10. nóvember 2015, kl. 20:30
Bókhlaða Snorrastofu

Vilborg Davíðsdóttir flytur. „Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna.“ Þannig farast sögumanni Laxdælu orð um ferð Auðar djúpúðgu frá Katanesi á Skotlandi til Íslands í lok níundu aldar. Vilborg […]

Egils saga í Prjóna-bóka-kaffi Norrænu bókasafnavikunnar

12. nóvember 2015, kl. 20:00
Bókhlaða Snorrastofu

Vinátta er þema Norrænu bókasafnavikunar og því er vel við hæfi að lesa úr Egils sögu fyrir gesti kvöldsins. Sá texti verður lesinn um öll Norðurlönd í vikunni og Páll S. Brynjarsson formaður Norræna félagsins í Borgarfirði les hann hér í upprunahéraði textans. Hann mun einnig kynna starf Norræna félagsins. Allir eru velkomnir. Munið að […]

Guðmundur G. Hagalín og bandarískar nútíðarbókmenntir

24. nóvember 2015, kl. 20:30
Bókhlaða Snorrastofu

Fyrirlestrar í héraði Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur flytur Hinn eftirminnilegi og litríki rithöfundur, Guðmundur G. Hagalín (1898-1985), bjó um 20 ára skeið á Mýrum í Reykholtsdal og auðgaði samfélag sitt hér á margvíslegan hátt ásamt konu sinni Unni Aradóttur. Þau hvíla bæði í kirkjugarðinum í Reykholti, en Snorrastofa varðveitir bókasafn þeirra, sem þau gáfu af miklum rausnarskap þegar […]

Aðventutónleikar Reykholtskórsins

6. desember 2015, kl. 20:00
Reykholtskirkja

Aðventutónleikar Reykholtskórsins 6. des. kl. 20. Á tónleikunum verður Ágústu Þorvaldsdóttur frá Skarði minnst, kórfélaga til margra ára, en hún féll frá fyrr á árinu langt um aldur fram. Efnisdagskráin er fjölþætt, falleg jólalög og lofgjörðarvers allt frá 16. og 17. öld til dagsins í dag.

Þá hló Skúli – sagt frá bók og skyggnst á bakvið tjöldin

8. desember 2015, kl. 20:30
Bókhlaða Snorrastofu

Þá hló Skúli – sagt frá bók og skyggnst á bakvið tjöldin Sagnakvöld þar sem Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum segir frá Skúlabók sinni – og kynnir viðfangsefnið. Stefnt er að notalegri kvöldstund á aðventu. Kaffiveitingar Ókeypis aðgangur

✝ Hátíð fer að höndum ein…

15. desember 2015, kl. 20:00
Reykholtskirkja

Hátíðar- og kyrrðarstund í samstarfi Tónlistarfélags Borgarfjarðar, Reykholtskirkju og

Vesturlandsprófastsdæmis.

Andrés Þór Gunnlaugsson, Jón Rafnsson og Karl Olgeirsson leika jólasálma í léttri og hátíðlegri
djassútsetningu
Kristín Á. Ólafsdóttir og Guðlaugur Óskarsson flytja ljóð með aðventublæ

  • Leita á vefnum
  • English
  • Snorrastofa, 320 Reykholt
  • (+354) 433 8000
  • snorrastofa@snorrastofa.is
  • Veðurgögn frá yr.no

Leita á vefnum

Leita í safnkosti

×