Fornsagnanámskeið - Fyrsta kvöld
Bókhlaða Snorrastofu
Landnám Grænlands, fundur Vínlands. Grænlendinga saga og Eiríks saga rauða
Fyrsta kvöld í Snorrastofu - 10. október kl. 20
Mynd fornsagnanna af Vínlandi
Leiðbeinandi Gísli Sigurðsson prófessor
Fjallað verður um hvers konar ritheimildir hafi varðveist um Vínland og ferðir þangað. Staldrað verður við spurninguna um hvernig sé hægt og hvernig sé ekki hægt að nota hinar rituðu sögur, Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða, sem vísbendingu um minningar um Vínland, sem fólk hélt á loft á ritunartímanum; minningar sem verða ekki skýrðar öðru vísu en með því að Vínlandssögur hafi gengið mann fram af manni frá því að fyrstu Vínlandsfararnir komu heim til Íslands og fóru að segja þeim sem heima sátu frá ævintýrum sínum og annarra í löndunum vestan og sunnan við Grænland.
Skráning fer fram á vef Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands í Borgarnesi
s.: 433-6929 / netfang: simenntun@simenntun.is
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.