Fyrirlestrar í héraði: Sjálfsbókmenntir í sögulegu ljósi – stigmögnun sjálfstjáningar

Þriðjudaginn 22. október 2019 kl. 20. Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í menningarsögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands flytur. Árum saman voru félagssagnfræðingar tregir til að nýta sér við rannsóknir persónulegar minningar fólks nema í mjög afmörkuðum tilgangi. Á síðari árum hefur orðið grundvallarbreytinga á hugmyndum fræðimanna um stöðu slíkra minninga í vísindarannsóknum. Í fyrirlestrinum verða […]

Námskeið um Sturlu Þórðarson og Sturlungu fer vel af stað

Mánudaginn sem leið hófst endurmenntunarnámskeið vetrarins um Sturlu og Sturlungu sem Snorrastofa stendur að í samvinnu við Landnámssetur, Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Sturlufélagið. Leiðbeinandi kvöldsins var Þórdís Edda Jóhannesdóttir íslenskufræðingur, sem hafði nokkur inngangsorð um efni vetrarins en meginumfjöllunarefni hennar var bókmenntalegt sjónarhorn Íslendinga sögu, sviðsetningar, lýsingar og samtöl.  Kvöldið var hið ánægjulegasta, vel sótt […]