Samstarf
Snorrastofa tengist eftirtöldum stofnunum á formlegan hátt:
Snorrastofa tengist eftirtöldum stofnunum á formlegan hátt:
Snorrastofa hefur til langs tíma átt samstarf við Háskólann í Björgvin (Bergen).
Sjá myndband um Bergen miðaldaMiðaldastofa er hluti af Hugvísindastofnun Háskóla Íslands.
Miðaldastofa er vettvangur fyrir rannsóknir í miðaldafræðum og fyrir þverfræðilegt samstarf og verkefni sem varða málefni og miðlun miðaldafræða.
SAGA jarðvangur er aðili að alþjóðlegu verkefni sem nefndist Drifting Apart ásamt jarðvöngum á Írlandi, Norður-Írlandi, Noregi, Skotlandi, Rússlandi og Kanada, auk hinna tveggja íslensku jarðvanganna, Reykjanes Geopark – Iceland og Katla Geopark – Iceland.
Markmið verkefnisins er efling og uppbygging jarðvanga í tengslum við sjálfbæra ferðaþjónustu, eflingu rannsókna og fræðsluefni um jarðfræði jarðvanga. Fyrsti fundur verkefnastjórnarinnar var haldinn á Norður-Írlandi og lauk með ráðstefnu á Reykjanesi árið 2018. Verkefnið er fjármagnað með styrk úr NPA Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins.
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.