Ráðstefnu- og fundaraðstaða Snorrastofu:
- Ráðstefnu og hátíðarsalur fyrir allt að 100 manns í sæti.
- Bókhlöðusalur Snorrastofu fyrir 70 manns í sæti eða til smærri funda.
- Safnaðar- og sýningarsalur með aðstöðu til léttra veitinga. Sá salur er aðeins leigður undir sérstökum kringumstæðum.
- Finnsstofa. Hún er stofa kirkju og sóknar sem hægt er að fá leigða fyrir minni fundi, allt að 12 manns við borð, 30 í röðum
Ráðstefnu- og hátíðarsalur í Héraðsskólahúsi
Salurinn tekur allt að 60 manns í sæti við borð, en 100 manns í sæti án borða (bíó-uppröðun). Í salnum er hljóðkerfi, skjávarpi og sýningartjald. Hann hentar ágætlega til mannamóta og veisluhalda. Með léttum veitingum rúmar hann allt að 130 manns standandi.
Aðstaða í eldhúsi fylgir. Þar er er ísskápur, eldavél, bökunarofn, stór kaffikanna og uppþvottavél. Leirtau fyrir kaffi og léttar veitingar fyrir 80 manns
Skoða myndirAðstaða fyrir smærri fundi og hópvinnu
Í Héraðsskólahúsi eru 2 herbergi auk stúdíóherbergja með aðstöðu fyrir smærri fundi eða hópa, 10-12 manns í hverju herbergi. Hægt er að leigja fundaraðstöðuna og stúdíóherbergin saman. Þannig má hýsa 4 gesti í herbergjum með snyrtingu og sturtu og 2 til viðbótar í gestaherbergi án sér-snyrtingar.
Skoða myndirBókhlaða
Í bókhlöðu er hægt að halda 25 manna fundi við borð, en einnig fundi eða fyrirlestra fyrir um 70 áheyrendur. Þar er hljóðkerfi, sýningartjald og skjávarpi. Þessi aðstaða er aðeins leigð við sérstakar aðstæður.
Skoða myndirSafnaðar- og sýningarsalur
Sýningar- og safnaðarsalur er á jarðhæð undir Reykholtskirkju. Þar er sýningin Saga Snorra, sem starfsmenn Snorrastofu annast og veita leiðsögn um. Salurinn er notaður fyrir gesti Reykholtskirkju-Snorrastofu og ekki leigður út til almennra nota nema við sérstakar aðstæður.
Ráðstefnu og hátíðarsalur í Héraðsskólahúsi
80 sæti við borð, eða 100 sæti í röðum
• Dagur 60.000 kr.
Bókhlaða
25 sæti við borð, eða 70 sæti í röðum
• Dagur 60.000kr.
Finnsstofa
12 sæti við borð, eða 30 sæti í röðum
• Dagur 45.000kr.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.