Gönguleiðir
Göngukort yfir Reykholt er hægt að hlaða niður gegnum appið "snorri". Veljið "leiðsagnir", "leiðsögn um Reykholt" og hlaðið niður.
Sjá einnig: Gengið um sögustaðinn Reykholt, sem byggir á því korti.
Þá hefur Reynir Ingibjarsson gefið út bókina, gönguleiðir í Borgarfirði og Dölum. Reykjavík, Salka, 2014.
NánarSundlaugin á Kleppjárnsreykjum
Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum er opin allt árið um kring.
Sumaropnun 4. júní til 15. ágúst
- Mánudaga til föstudaga: 09:00 – 18:00
- Laugardaga og sunnudaga: 09:00 – 18:00
Vetraropnun, 16. ágúst til 31 maí
- Mánudaga til föstudaga: 08:00 – 16:00. Einnig opið á fimmtudögum frá 19:00 – 22:00
- Laugardaga: Lokað
- Sunnudaga: 13:00 – 18:00
Netfang: kleppjarnsreykja.laug@borgarbyggd.is
Sími: 435 1140
Krauma - náttúrulaugar
Skammt norðan Deildartunguhvers standa Krauma – náttúrulaugar. Náttúrulaugarnar innihalda hreint og tært vatn, beint úr Deildartunguhver sem kælt er með vatni undan öxlum Oks. Laugarnar eru sex talsins, fimm heitar og ein köld. Engum sótthreinsandi efnum er bætt í vatnið, heldur er hreinleiki þess tryggður með mjög miklu vatnsrennsli í laugarnar.
NánarSturlureykir hesthús og reiðtúrar
Langar þig að fara í reiðtúr eða einfaldlega kíkja á og klappa hestum. Sturlureykir eru aðeins í einnar mínútu akstursfjarlægð vestan af Reykholti.
NánarReykholtsdalsvöllur (Golfklúbburinn Skrifla)
Hugmyndir um gerð golfvallar á jörðinni Nesi í Reykholtsdal kviknuðu við þáttaskil í búskap á býlinu. Nes er nýbýli skipt frá jörðinni Skáney árið 1937 og liggur í miðjum dal, um 2,5 km vestan við Reykholt við veg 518. Golfvöllurinn liggur austast í landi jarðarinnar milli þjóðvegarins og Reykjadalsár. Hann er ræktaður á gömlum túnum og graslendi. Lækur fellur um hann í landbroti. Næst veginum er sléttlendi með skjólbeltum en nær ánni einkenna lautir og hólar landið.
NánarSundlaugin á Húsafelli
Sundlaugin á Húsafelli er ein vinsælasta afþreyingin á svæðinu. Hún var upphaflega byggð árið 1965 en síðan hafa miklar endurbætur verið gerðar á lauginni og umhverfi hennar. Laugarnar eru tvær, ásamt tveim heitum pottum og vatnsrennibraut.
Á sumrin er opið alla daga, en á veturna er opið um helgar. Í desember og janúar er lokað.
NánarHúsafell — golfvöllur
Golfvöllurinn á Húsafelli er aðili að Golfsambandi Íslands og gilda leikreglur GSÍ á honum.
Golfvöllurinn er 9 holu völlur hannaður af Hannesi Þorsteinssyni. Brautirnar liggja meðfram bökkum Kaldár og Stuttár, þar sem kylfingurinn þarf að vanda sig við leikinn því víða liggja brautir yfir vatn og oft er stutt í skóginn. Fyrsti teigur er fyrir neðan sundlaug. Vallargjöld eru greidd í sundlaugarhúsinu.
NánarHúsafell - Giljaböð
Töfrandi gönguferð í íslenskri náttúru sem endar með einstakri slökun í náttúruböðum í tignarlegu gljúfri.
NánarListasafn Páls Guðmundssonar í Húsafelli
Páll segir að hann sjái myndir í steinunum og að hann þurfi oft ekki að gera mikið til að gera myndirnar sýnilegar öðrum. Þetta geta verið tröll, vættir, huldufólk, dýr og menn sem þannig leynast og hann laðar fram. Hann gerir bæði bergþrykk og svellþrykk auk þess að kljúfa steina í sundur til að finna leyndar myndir inni í þeim. Þá steina kallar hann samlokur en þær geta verið af öllum stærðum.
NánarVeiðar
Ár í Borgarfirði eru margar og gjöfular. Þar má nefna meginárnar, Norðurá og Hvítá en í þær og um Borgarfjörð falla margar veiðiár:
Flókadalsá, Geitá, Grímsá, Kaldá, Norðlingafljót, Reykjadalsá, Tunguá, Þverá.
Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri
Á Hvanneyri er Landbúnaðarsafn Íslands, safn um verktæknisögu landbúnaðarins á 20. öld.
NánarHverir
Deildartunguhver
Árhver
Ár og fossar
Hvítá
Giljafoss
Rauðsgil
Hraunfossar
Barnafoss
Reykjadalsá
Jöklar
Eiríksjökull
Langjökull
Fjöll
Skáneyjarbunga
Strútur
Snældubjörg
Búrfell
Hafursfell
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.