
Fálæti stjórnvalda gagnvart Snorralaug
Um daginn kom inn ferðamaður, sem tilkynnti að Snorralaug, elsta mannvirki landsins (frá 10. öld að minnsta kosti) væri of heit.
Lesa meira
Sendiherra Noregs Cecilie Willoch í heimsókn
Cecilie Willoch, sendiherra Noregs á Íslandi, heimsótti Snorrastofu og Reykholt í gær. Naut hún leiðsagnar Óskars Guðmundssonar rithöfundar og ævisagnaritara Snorra um sýningu stofnunarinnar, minjasvæðið og Snorralaug.
Lesa meira
Vetrarfrí í Snorrastofu
Gestamóttaka Snorrastofu verður lokuð frá og með 9.janúar til 27.janúar 2025. Opnum aftur þriðjudag 28.janúar kl 10.
Alltaf velkomið að senda á okkur póst snorrastofa@snorrastofa.is ef fyrirspurnir eða beiðnir.

Jólafrí í Snorrastofu
Gestamóttaka Snorrastofu fer í jólafrí laugardaginn 21.desember. Við opnum aftur mánudag 6.jan 2025.
Óskum öllum vinum og góðum gestum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Fyrirlestur í Snorrastofu á fullveldisdaginn
Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, flutti sérlega áhugaverðan fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti á fullveldisdeginum 1. desember.
Lesa meira
Útgáfuhóf | Shota Rustaveli á íslensku Föstudagur 6. desember 2024
Sendiráð Georgíu gagnvart Íslandi, Hrannar Arnarsson, kjörræðismaður Georgíu á Íslandi, Borgarbókasafnið, Landsbókasafn og Snorrastofa bjóða til opins viðburðar þar sem kynnt verður fyrsta íslenska útgáfan, með völdum köflum úr heimbókmenntaverkinu The Knight in the Panther’s Skin, eftir georgíska miðaldaskáldið Shota Rustaveli – Snorra Sturluson Georgíu og Kákasussvæðisins. Að kynningunni lokinni verður boðið uppá léttar veitingar og georgísk vín.
Lesa meira
Laity, Religion and Literature in the Medieval North
Conference organized by the University of Iceland and Snorrastofa
Reykholt November 29-30 2024

Markaðsstofa Vesturlands
Markaðsstofa Vesturlands kynnti á dögunum myndband um Vesturland. Svæðum er skipt upp í Hvalfjörð, Dalina, Borgarfjörð og Snæfellsnes. Er myndbandið einkar hentugt til að nota þegar aðstoða þarf ferðamenn á svæðinu. Sjón er sögu ríkari.
Lesa meira
Dagur Snorra Sturlusonar haldinn hátíðlegur
Laugardaginn 21. september var haldinn hátíðlegur Dagur Snorra Sturlusonar
Þema dagsins var var „Snorri og ritmenning íslenskra miðalda“. Reiknað er með að halda árlega upp á Dag Snorra í kringum ártíð hans, 23. september en þetta var í fyrsta sinn sem haldið var upp á daginn með þessu sniði. Að dagskrárhaldi komu fjölmargir aðiljar, bæði innlendir og erlendir, og var dagskráin allvel sótt.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.