Fálæti stjórnvalda gagnvart Snorralaug 18. febrúar 2025

Fálæti stjórnvalda gagnvart Snorralaug

Um daginn kom inn ferðamaður, sem tilkynnti að Snorralaug, elsta mannvirki landsins (frá 10. öld að minnsta kosti) væri of heit. Honum var tilkynnt að hafa samband við landeigandann, þ.e. þjóðkirkjuna, eða Minjastofnun Íslands, þar sem þessar tvær stofnanir vilji ekki aðkomu Snorrastofu vegna mikils niðurskurðar á fjármagni. Snorrastofa annaðist laugina í aldarfjórðung með fjárstuðningi frá ríki og sveit, eða fram í maí 2024. Stofnunin þreif hana reglubundið, sló grasið umhverfis, hirti allt drasl og sinnti reglubundnu eftirliti, bæði með sjálfri lauginni og göngunum. Eitt mikilvægasta hlutverk Snorrastofu var að stilla hitann í lauginni, enda var álitið að hrasaði einhver og lenti í brennandi heitu vatninu yrði Snorrastofa skaðabótaskyld. Voru menn minnugir skaðabótamáls út af heitum potti í Vesturbæjarlauginni. Hver skyldi nú bera hina raunverulegu ábyrgð? Hvers vegna er lauginni ekki lengur sinnt? Snorrastofa er margbúin að spyrja stjórnvöld (ríki, kirkju, sveit), en fær engin svör. Öllum virðist vera nákvæmlega sama, því miður.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.