Gisting og þjónusta

Í Reykholti er heilsárshótel, Fosshótel Reykholt og  Hrísmóar 4. Þá eru fleiri möguleikar í nágrenninu, bæði í bændagistingu og á hótelum.

Fosshótel Reykholt

Fosshótel Reykholt

Fosshótel Reykholt er rómantískt hótel í Borgarfirði í aðeins nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Deildartunguhver, Hraunfossum og Húsafelli.  Hótelið býður upp á allt það helsta sem alvöru sveitahótel þarf að hafa í rólegu, slakandi og endurnærandi umhverfi. Öll herbergin á hótelinu eru björt, falleg og vel búin öllum helstu þægindum.

Á hótelinu er einnig glæný heilsulind með útipottum, slökunarherbergi, sauna, eimbaði, setustofu og búningsklefum. Fosshótel Reykholt býður einnig upp á fjölbreytta pakka fyrir hópa og aðstöðu fyrir ráðstefnur, fundi og viðburði.

 

Veitingastaður hótelsins býður upp á glæsilegan matseðil þar sem unnið er með gæðahráefni. Það er fátt betra en kvöldstund á þessu rómantíska hóteli sem hefur svo margt uppá að bjóða. Eftir kvöldverðinn mælum við með að fólk taki léttan göngutúr í Reykholtsskógi.

 

Nánar
Hrísmóar 4

Hrísmóar 4

Þetta er lítið og notalegt hús með heitum potti sem hentar afar vel fyrir tvo.
Í húsinu er eitt herbergi með tvíbreiðu rúmi, svefnsófi í stofu og dýnur á svefn lofti. Fallegar gönguleiðir í nágrenni og notalegt að slappa af í heitum potti og horfa á norðurljós.
Stutt er að Hraunfossum, í Húsafell og í ís hellirinn í Langjökli.
Einnig Deilartunguhver og Reykholt.

Nánar
Steindórsstaðir

Steindórsstaðir

Steindórsstaðir eru í sunnanverðum Reykholtsdal, litlu innar en Reykholt. Jörðin er um 2900 hektarar, auk þess sem hálft fjallendi Búrfells, um 1500 hektarar, tilheyra henni.

Boðið er uppá gistingu í 7 herbergjum í uppábúnum rúmum, með morgunverði.Gestir geta komið með sitt eigið nesti, því eldunaraðstaða er í húsinu og öll nauðsynleg áhöld.

Nánar
Signýjarstaðir í Hálsasveit

Signýjarstaðir í Hálsasveit

Gisting í sumarhúsum á bænum Signýjarstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði á suðvestur-Íslandi. Signýjarstaðir, bær þar sem rekinn er hefðbundinn búskapur, eru stutt frá ýmsum af kunnustu og vinsælustu ferðamannastöðum framarlega í Borgarfirði.

Umhverfið er gróið og hlýlegt en ekki langt að aka til þess að upplifa friðsæld á hrjóstrugu hálendinu þar sem stórskorin fjöll og jöklar seiða til sín hugann. Opið allt árið.

Nánar
Hótel Á

Hótel Á

Hótel Á er á bænum Kirkjubóli í Hvítársíðu.
Gisting og verðskrá á Hótel Á.

Á Hótel Á eru 14 tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherbergi öll með sér inngangi og baðherbergi.

Nánar
Húsafell

Húsafell

Húsafell er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða hér á landi, enda einstök náttúruperla í stórkostlegu landslagi. Veðursældin, skógurinn, heitar laugar og sú aðstaða og þjónusta fyrir ferðamenn, sem þar hefur verið komið upp á undanförnum árum, laðar til sín fjölda ferðamanna og dvalargesta á hverju ári. Í Húsafelli starfar Hótel Húsafell allt árið.

Nánar

Tjaldsvæði í nágrenni

Hverinn á Kleppjárnsreykjum er aðeins 7 km. fyrir vestan Reykholt. Nánar

Tjaldsvæðið á Húsafelli er 22,5 km. austan við Reykholt. Nánar

Fossatún er 17 km. austan við Reykholt. Nánar


Verslun

Í Reykholti er lítil matvöruverslun og bensínstöð N1 Aðeins 1 mínútu akstur frá Reykholti.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.