"Verkefnið "e;Follow the Vikings"e; heimsækir Reykholt"
Bókhlaða Snorrastofu
Fimmtudaginn 26. október næstkomandi verður síðari hluti ráðstefnunnar, Follow the Vikings, haldinn hér í Reykholti. Fyrri hluti hennar verður í Norræna húsinu, miðvikudaginn 25. október.
Verkefnið sem fékk nafnið, Follow the Vikings, er styrkt af ESB og er til 4 ára. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Svíþjóð og nú er komið að okkur hér á landi að taka á móti 76 tengiliðum safna og víkingum frá mörgum Evrópulöndum.
Mikil vakning er varðandi menningararfleifð víkinganna. Við sjáum sjónvarpsþáttasamning Paramount Pictures við Bergsvein Birgisson um Svarta víkinginn og Rokkóperu byggða á Eddukvæðum í uppsetningu Þorleifs Arnar í Þýskalandi. Heiminn þyrstir í að fræðast meira um þennan forna menningarheim. Hinn heimsfrægi rithöfunduri Neil Gaiman gaf á þessu ári út bókina Norse Mythology þar sem hann vinnur með arfinn úr Eddukvæðunum.
Einn hluti af Follow the Vikings er að hrinda af stað nýrri myndasögu og að því verki vinna nánir samverkamenn Neil Gaiman þau Cat Mihos og Jouni Koponen sem verða á ráðstefnunni.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.