Fyrirlestrar í héraði: Fornleifarannsóknin í Viðey 1987-1995
Bókhlaða Snorrastofu
Tilurð klausturstofnunar. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður flytur.
Fornleifarannsókn í Viðey er meðal annars áhugaverð fyrir sögu Snorra Sturlusonar, sem stóð að stofnun klausturs þar ásamt Þorvaldi Gissurarsyni.
Margrét Hallgrímsdóttir hefur helgað starfsferil sinn safnastarfi, þjóðminjavörslu og stjórnsýslu. Hún stjórnaði fornleifarannsókn í Viðey, sem fram fór á árunum 1987-1995, var borgarminjavörður 1989-2000 og síðan þjóðminjavörður frá árinu 2000. Hún sótti menntun sína í til Háskóla Íslands og Stokkhólmsháskóla og hefur ritað um málefni safnastarfs, þjóðminjavörslu og fornleifarannsókna og látið víða til sín taka á þeim vettvangi.
Boðið verður til kaffiveitinga og umræðna um efnið , að fyrirlestri loknum.
Aðgangur kr. 500.
Verið velkomin.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.