17. nóvember 2016
Iðunn Steinsdóttir rithöfundur er gestur kvöldsins
Bókhlaða Snorrastofu
Síðasti viðburður Norrænu bókasafnavikunnar verður Prjóna-bóka-kaffið í kvöld, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20.
Iðunn Steinsdóttir rithöfundur spjallar við gesti og les úr nýlegri bók sinni, Hrólfs sögu. Sagan fjallar um ævi og kjör langafa Iðunnar, Hrólfs Hrólfssonar sem var sveitarómagi og vinnumaður í lok 19. aldar.
Þá verður einnig sagt frá starfi Norræna félagsins í Borgarfirði.
Allir eru velkomnir að eiga góða kvöldstund með baðstofublæ. Munið að bókasafnið er opið til útlána.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.