19. október 2023
Prjónabókakaffi - Anna Silfa kynnir vörur
Bókhlaða Snorrastofu
Prjónabókakaffi í bókhlöðu Snorrastofu 19.október kl 20. Anna Silfa skartgripahönnuður kemur til okkar og segir frá fyrirtæki sínu og kynnir vörur, sem meðal annars tengjast prjónaskap og á það því vel við hér hjá okkur. Anna sækir einnig innblástur í ríkulegt munasafn Þjóðminjasafn Íslands og er hönnunin á skartgripalínu sótt í safnamuni þess með góðfúslegu leyfi þeirra og velvild.
Vörurnar verða á 20% afslætti aðeins þetta kvöld. Tilvalið að ganga frá jólagjafakaupunum.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.