"Árið 1918 í Borgarfirði, sýning og fyrirlestur"
Önnur staðsetning
Snorrastofa býður til sýningar um fullveldisárið í hátíðarsal Snorrastofu, héraðsskólahúsinu, laugardaginn 3. nóvember kl. 14.
Á sýningunni raðast saman munir og minningar; ljósmyndir, sendibréf og önnur slík minningarbrot sem skapa stemningu – tilfinningu fyrir tíðaranda ársins. Brugðið er upp myndum af bæjum og búendum, mennt og menningu, lífsbaráttu og tómstundum Borgfirðinga. Fréttir ársins af borgfirskum málefnum eru einnig fengnar úr prentuðum blöðum – og mjög byggt á handrituðum blöðum sem Þorsteinn Jakobsson (1884–1967) skráði.
Óskar Guðmundsson rithöfundur, höfundur sýningartextans, fylgir sögusýningunni úr hlaði með fyrirlestri:
1918- Borgfirðingurinn í heiminum og heimurinn í honum.
Páll Guðmundsson á Húsafelli flytur tónlist á flautur sínar í anda dagsins .
Gunnlaugur Júlíusson sveitarstjóri opnar sýninguna.
Bergur Þorgeirsson forstöðumaður flytur ávarp og
dagskránni stjórnar Jónína Eiríksdóttir.
Við undirbúning þessa viðburðar hefur Snorrastofa notið liðsinnis víða í héraði og afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands styrkti framtakið. Meðal annars var leitað til Félags eldri borgara í uppsveitum Borgarfjarðar, Safnahúss Borgarfjarðar – Byggða- og Skjalasafns, Ljósmynda- og Bókasafns Akraness, Ljósmyndasafns Reykjavíkur og einstaklinga hér í héraði og víðar. Hönnuðir sýningarinnar eru þau Birna Geirfinnsdóttir, Chris Petter Spilde og Lóa Auðunsdóttir, sem reynst hafa stofnunni haukar í horni.
Eftir opnunardaginn verður sýningin opin helgina 1. -3. desember næstkomandi og ennfremur verður hægt að panta aðgang að sýningunni hjá gestastofu Snorrastofu.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.