Tónleikar Reynis Haukssonar Flamenco-gítarleikara
8. apríl 2019

Tónleikar Reynis Haukssonar Flamenco-gítarleikara

Reykholtskirkja

Gítarleikarinn Reynir Hauksson heldur einleikstónleika í Reykholtskirkju mánudaginn 8. apríl.

Á efnisskránni verða þekkt verk úr heimi Flamenco-tónlistar í bland við eigin tónsmíðar.

Reynir býr í Granada á Spáni og starfar þar sem Flamenco-gítarleikari.

Tónleikarnir í Reykholtskirkju eru liður í tónleikaferð hans um landið í því skyni að kynna  töfrandi heim Flamenco fyrir Íslendingum.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30

Aðgangseyrir er 2000 kr.

Verið velkomin

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.