Söngtónleikar næsta laugardag 9. sept. kl. 16
Reykholtskirkja
Söngtónleikar á haustdögum í Reykholtskirkju, laugardaginn 9. september 2017 kl. 16.
Kristín Einarsdóttir Mäntylä, mezzosopran
Frederik Tucker, bariton og
Elena Postumi, píanó.
Flytjendur eru allir nemendur við Tónlistarháskólann í Leipzig sem flytja ljóð og söngva, íslensk sem erlend: eftir Sigfús Einarsson, Franz Schubert, R. Schumann, Ottorino Respighi, A. Dvorak, V. Williams, J. Sibelius og Sigvalda Kaldalóns.
Nánast öll efnisskráin fjallar um heimþrá í einhverri mynd.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Um listamennina....
Kristín Einarsdóttir Mäntylä söng í kórum Langholtskirkju frá átta ára aldri og fékk þar sína fyrstu söngkennslu hjá Hörpu Harðardóttur, Jóni Stefánssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Sem meðlimur dömukórsins Graduale Nobili söng hún á plötu Bjarkar Gudmundsdóttur „Biophilia“ árið 2011 og við tók tveggja ára tónleikaferðalag um heiminn. Kristín útskrifaðist með Burtfararpróf úr Söngskóla Reykjavíkur árið 2013 undir handleiðslu Hörpu Harðardóttur og Hólmfríðar Sigurðardóttur og hóf um haustið 2014 söngnám við Tónlistarháskólann í Leipzig hjá Prof. Regina Werner- Dietrich. Einnig hefur hún sótt Mastersnámskeið hjá Margit Klaushofer, Janet Haney, Gabrielle Fuchs og Sigrúnu Hjalmtýsdóttur. Kristín hefur margoft komið fram sem einsöngvari á Íslandi og í Leipzig, m.a í h-moll messunni og Mattheusarpassiunni eftir J.S Bach, Requiem og Krýningarmessunni eftir W.A Mozart og Gloriu eftir A.Vivaldi. Hún hlaut árið 2016 styrkinn „Junge Stimmen Leipzig“. Á næstu leiktíð 2017/2018 syngur Kristín í Óperunni í Leipzig sem gestasöngvari í Töfraflautunni og Rakaranum frá Sevilla eftir W.A Mozart
Frederik Tucker er af dönskum og bandarískum uppruna og ólst upp í Þýskalandi. Hann hóf söngnám sitt hjá Mariu Knarb i Tónlistarháskólanum í Frankfurt árið 2010 en frá árinu 2012 hefur hann verið i námi við Tónlistarháskólann í Leipzig undir handleiðslu Prof. Roland Schubert. Í Leipzig hefur hann tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum við góðar viðtökur gagnrýnenda. Hann hefur m.a komið fram í hlutverki Kaspar (Der Freischütz), Don Giovanni (Don Giovanni), James Meredith (Komilitonen!) og í hlutverki föðursins í óperunni Hans og Gréta. Í Óperuháskólanum i Stokkhólmi var hann fenginn til að syngja Leporello (Don Giovanni) og Don Alfonso (Cosi fan tutte). Mikið lof fékk hann fyrir flutning sinn sem Elias í Elias eftir Felix Mendelsohn og ein Deutsches Requiem eftir Brahms. Hann hefur hlotið skólastyrki frá „Junge Stimmen Leipzig“ og „Isolde Langowski“ og tekið þátt i Mastersnámskeiðum hjá Birgitte Fassbaender, Roman Trekel, Simone Kermes og Charles Spencer. Sem gestasöngvari hefur Frederik komið fram i Óperunni í Chemnitz, Óperunni í Gera/Altenburg og Hofoper Jena.
Elena Postumi er fædd og uppalin á Ítalíu. Hún hóf að læra á píanó við fimm ára aldur og stundaði frá tólf ára aldri nám við Conservatorio G.B Martini í Bologna. Árið 2014 útskrifaðist hún með einleikarapróf úr Concervatorio di S.Cecilia í Róm undir handleiðslu Elisabetta Pacelli, og með meistaragráðu í kammermúsik árið 2016. Hún hefur tekið þátt í fjölda mastersnámskeiða, m.a hja Genevieve Ibanez, Bruno Canino og Philip Moll. Elena hefur komið víða fram sem einleikari, meðleikari og hún hefur einnig getið af sér gott orð sem tónskáld. Árið 2015 var hún í skiptinámi við Tónlistarháskólann í Leipzig hjá Alexander Schmalz og Hanns-Martin Schreiber. Elena stundar nú mastersnám við Tónlistarháskólann í Leipzig hjá Alexander Schmalz.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.