13. nóvember 2017

Norræna bókasafnavikan og Dagur íslenskrar tungu 2017 í Snorrastofu

Bókhlaða Snorrastofu

Að venju býður Snorrastofa til fjölbreyttrar dagskrár um miðjan nóvember. Tilefnið er bókasafnavikan 13.-19. nóvember og inn í hana fléttast Dagur íslenskrar tungu. Boðið verður til sögustunda með ungum jafnt sem öldnum, rithöfundurinn Friðrik Erlingsson heimsækir nemendur grunnskólans, eldri borgara í Brún og Prjóna-bóka-kaffið og heldur fyrirlestur um fornsögur og nútímann. Vikan hefst með heimsókn yngstu nemenda frá Kleppjárnsreykjum og þeirra eldri á Hnoðrabóli í Bókhlöðu Snorrastofu þar sem Ingibjörg Daníelsdóttir fyrrum kennari á Varmalandi les bókina Fjársjóðsleit eftir Mauri Kunnas. Hönnubúð býður hressingu og börnin fá næði til að skoða sig um og vinna stutta stund með upplifun stundarinnar. Þá má ekki gleyma kvöldi Kvæðamannafélagsins Snorra í Reykholti, sem einnig verður í þessari viðburðaríku viku.

Bókasafnavikan er verkefni á vegum Sambands norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrenni. Eyjar á Norðurlöndum, er yfirskrift bókasafnavikunnar. Snorrastofa tekur þátt í þessu ánægjulega framtaki og hvetur alla til að njóta hennar sem best.

Sjá dagskrána hér fyrir neðan.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.