Fingraför Sæmundar fróða
Bókhlaða Snorrastofu
Friðrik Erlingsson
skáld og handritshöfundur, er fæddur 4. mars 1962 í Reykjavík og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1983. Fyrsta skáldsaga hans, Benjamín dúfa, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1992 og Verðlaun Reykjavíkurborgar 1993. Friðrik hefur skrifað handrit að sjónvarps- og kvikmyndum og verið sjálfstæður handritaráðgjafi. Hann hefur kennt handritaskrif við Kvikmyndaskóla Íslands og veturinn 22-23 kennt handritafræði við Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands. Friðrik skrifaði handrit og libretto (söngtexta) að óperunni Ragnheiði, sem Gunnar Þórðarson gerði tónlist við. Friðrik er Verkefnastjóri Oddafélagsins og kom að þróun og undirbúningi að stofnun RÍM verkefnis ríkisstjórnar Íslands: Ritmenning íslenskra miðalda, fyrir hönd félagsins. Með Oddafélaginu hefur Friðrik unnið að endurreisn menningar- og fræðaseturs í Odda.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.