Frestað! Fyrirlestrar í héraði: William Morris á Íslandi - ferðast um fornar söguslóðir
Bókhlaða Snorrastofu
Þriðjudaginn 24. mars 2020 var fyrirhugað að Sigríður Björk Jónsdóttir byggingalistafræðingur flytti erindi um William Morris og ferðir um söguslóðir á Íslandi.
Þessum fyrirlestri hefur nú verið frestað vegna veirufaraldurs, sjá fréttatilkynningu...
Í fyrirlestrinum verður fjallað um ferðalög William Morris á Íslandi árin 1871 og 1873 með áherslu á fyrri ferð hans um söguslóðir Vesturlands meðal annars í Reykholt þar sem hann hafði viðkomu. Skoðað verður hvaða áhrif fornsögurnar og íslenskt bændasamfélag hafði á kenningar hans um listina og hlutverk hennar í samfélaginu, og þá ekki síst baráttu hans fyrir betra lífi.
Sigríður Björk Jónsdóttir, hefur lokið BA prófi í sagnfræði og mannfræði við Háskóla Íslands, MA prófi í byggingarlistasögu við háskólann í Essex í Englandi (History and theory of architecture and design) og MBA gráðu við Háskólann í Reykjavík. Samhliða starfi sínu sem sérfræðingur á sviði aðalskipulags á Skipulagsstofnun, stundar hún nám í Skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Sigríður Björk starfaði í Snorrastofu árin 2003-2006 og er því ánægjulegur gestur í ræðustól.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.