Reykholtshátíð 22. - 24. júlí 2016
22. júlí 2016

Reykholtshátíð 22. - 24. júlí 2016

Reykholtskirkja

 

Reykholtshátíð hefur löngu skipað sér sinn fasta sess í tónleikalandslaginu á Íslandi og telst nú í hópi elstu tónlistarhátíða landsins. Hún fer að öllu jöfnu fram síðustu helgi júlímánaðar sem næst Ólafsmessu, sem er vígsluafmæli Reykholtskirkju. Dagskrár hátíðarinnar er að megininntaki sígild tónlist, en Snorrastofa býður einnig fram fyrirlestur á hátíðinni (sjá Fyrirlestrar í héraði á Reykholtshátíð) og á sunnudeginum kl. 14 er hátíðarguðþjónusta í tilefni 20 ára afmælis Reykholtskirkju (sjá Hátíðarmessa...) .  Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurgeir Agnarssonar.

Það eru því margar ástæður til að koma í Reykholt þessa helgi og njóta þess sem í boði er í óviðjafnanlegu umhverfi Borgarfjarðar!

Nánar um hátíðina á vefsíðu Reykholtshátíðar

 

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.