Norsk harmonikuhljomsveit frá Bodö í Noregi
Reykholtskirkja
Bodö tekkspilklubb - harmonikuhljómsveit frá Noregi, heldur tónleika í Reykholtskirkju fimmtudaginn 2. ágúst kl. 20. Aðgangur ókeypis.
Stjórnandi hljómsveitarinnar er Oddbhjørn Kvalholm Nikolaisen og á tónleikaskránni eru meðal annars lög eftir Karl Grønstedt, Asmund Bjørken og Leif Göras.
Hljómsveitin var stofnuð árið 1971 og er skipuð tíu harmonikuleikurum auk bassa og gítars. Hún hefur á undanförnum árum komið fram á ýmsum harmonikumótum á Norðurlöndunum og unnið til margra verðlauna fyrir sérlega vandaðan flutning. Hljómsveitin er hér á vegum Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og mun koma fram á árlegu harmonikumóti félagins um verslunarmannahelgina að Borg í Grímsnesi. Áður en að því kemur mun hljómsveitin fara í skoðunarferðir um landið og halda í leiðinni tónleika í kirkjunni í Reykholti, en staðurinn er mörgum Norðmönnum hugleikin, enda saga Noregskonunga rituð á staðnum.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.