Rómantík í Snorrastofu
Bókhlaða
Snorrastofa í Reykholti býður upp á upplestur og umræður um nýútkomnar bækur í bókhlöðu stofnunarinnar þriðjudagskvöldið 17. desember 2024 kl. 20.00.
Þórir Óskarsson mun kynna bók sína „Svipur brotanna“ um líf og list Bjarni Bjarna Thorarensens (1786–1841), sem jafnan er talinn til höfuðskálda Íslendinga. Einkum er hans minnst sem frumkvöðuls innlendrar rómantíkur. Um leið var hann eitt þeirra þjóðskálda 19. aldar sem reyndu að efla sjálfsvitund landsmanna og menningarlegt og pólitískt forræði innan þess fjölþjóðlega danska konungsríkis sem þeir voru þá hluti af. Þórir er bókmenntafræðingur og hefur um langt skeið sinnt rannsóknum á íslenskum bókmenntum 19. aldar.
Óttar Guðmundsson mun síðan lesa upp úr bók sinni „Kallaður var hann kvennamaður“. Sigurður Breiðfjörð skáld og samtímamenn hans eru viðfangsefni hans í þessari bók. Sigurður, sem fæddist í lok 18. aldar í Rifgirðingum í mynni Hvammsfjarðar, var um árabil vinsælasta og mest lesna skáld þjóðarinnar. Drykkjuskapur og annað kæruleysi spilltu þó mjög fyrir skáldinu. Hann lenti í útistöðum við réttvísina vegna tvíkvænismáls sem lagði að lokum líf hans í rúst. Helsti andstæðingur Sigurðar var þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson sem réðist harkalega gegn rímunni sem kveðskapaformi.
Í kjölfar kynninganna og upplestursins verða umræður, sem Bergur Þorgeirsson mun stjórna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrkir viðburðinn.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.