Fyrirlestrar í héraði á Reykholtshátíð
25. júlí 2020

Fyrirlestrar í héraði á Reykholtshátíð

Bókhlaða Snorrastofu

Þór Magnússon fyrrum Þjóðminjavörður

Merkir kirkjugripir í Borgarfjarðarhéraði. Þór Magnússon flytur.

Laugardaginn 25. júlí flytur Þór Magnússon fyrrum þjóðminjavörður fyrirlestur á vegum Snorrastofu á Reykholtshátíð, sem hann nefnir Merkir kirkjugripir í Borgarfjarðarhéraði. 

Fyrirlesturinn hefst í Bókhlöðu Snorrastofu kl. 13

Þór Magnússon var þjóðminjavörður 1968-2000 og fjallar í erindinu um það merkasta af því sem kirkjurnar hafa að geyma eða höfðu, svo og minningarmörk í kirkjugörðum. Þór hefur ritað um málefnið í ritinu, Kirkjur Íslands, en þar eru ítarlegar fræðilegar greinar um kirkjustaði, kirkjur og gripi þeirra. Þar er miðað við að kirkjan á viðkomandi stað sé meðal þeirra sem friðaðar eru, það er að kirkjan sé byggð fyrir 1918.

Umræður, aðgangur ókeypis.

Verið velkomin.

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.