Kór Menntaskólans á Laugarvatni - tónleikar
5. maí 2017

Kór Menntaskólans á Laugarvatni - tónleikar

Reykholtskirkja

Kór Menntaskólans að Laugarvatni heldur tónleika í Reykholtskirkju föstudaginn 5. maí kl. 20:30

Stjórnandi Eyrún Jónasdóttir.

Núverandi Kór Menntaskólans að Laugarvatni er á sínu sjötta starfsári og eru nú 82  nemendur starfandi í kórnum.  Kórinn æfir einu sinni í viku og kemur fram á tónleikum í það minnsta tvisvar á ári, ýmist með öðrum kórum eða einn.  Kórinn kemur einnig fram á viðburðum innan skólans og hefur kórinn á þessum árum m.a. frumflutt þrjú lög eftir kórfélaga.

Eyrún Jónasdóttir hefur stjórnað kór Menntaskólans að Laugarvatni  frá árinu 2011.  Hún lauk B.ed prófi frá Kennaraháskóla Íslands, Söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og tveggja ára framhaldsnámi við tónlistarháskólann Mozarteum í Salzburg.  Hún starfar sem söngkennari, organisti og kórstjóri.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.