Bókakynning Snorrastofu
Snorrastofa
Ingólfur Eiríksson mun kynna bókina „Stóra bókin um sjálfsvorkunn“:
Eftir sambandsslit hrökklast Hallgrímur heim úr leiklistarnámi í erlendri stórborg til að fara á geðdeild. Heimurinn hefur snúist á hvolf og gömul fjölskylduleyndarmál elta hann hvert fótmál. Þá mun Ingólfur einnig kynna ljóðabók sína „Klón – eftirmyndasaga“, sem er bráðfyndin og nístandi ljóðsaga um ábyrgð mannsins gagnvart lífi á jörðinni, um dauða og endurfæðingu.
Guðrún Steinþórsdóttir mun kynna bókina „Raunveruleiki hugans er ævintýri“, sem fjallar um valdar sögur Vigdísar Grímsdóttur, einkenni þeirra og viðtökur í ljósi hugrænnar bókmenntafræði.
Haukur Ingvarsson mun kynna bækurnar: „Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu“. Hér er fjallað um bandarísku bylgjuna í íslensku menningarlífi um miðbik 20. aldar. Þá kynnir Haukur nýútkomna ljóðabók sína „Menn sem elska menn“, sem hefur að geyma einlæg og margræð, fyndin og átakanleg ljóð um karlmennsku og tilfinningar.
Að lokum kynnir Guðrún Ingólfsdóttir „Skáldkona gengur laus“.
Hér er fjórum skáldkonum frá 19. öld sleppt lausum úr handritageymslu Þjóðarbókhlöðunnar. Í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunarafls. Bókin er afrakstur margra ára rannsókna Guðrúnar.
Í kjölfa kynninganna og upplestursins verða umræður, sem Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu, mun stjórna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrkir viðburðinn.
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.