Fyrirlestrar í héraði: Íþróttamót Borgfirðinga á bökkum Hvítár
24. apríl 2018

Fyrirlestrar í héraði: Íþróttamót Borgfirðinga á bökkum Hvítár

Bókhlaða Snorrastofu

Héraðsfólk sameinast í skemmtun, menningu og íþróttum.

Þriðjudaginn 24. apríl n.k. flytur Helgi Bjarnason blaðamaður fyrirlestur þar sem sagt verður frá íþróttamótunum á meðan þau voru haldin á Hvítárbakka og Ferjukotsbökkum og sundkeppni, sem haldin var um árabil í Hvítá og Norðurá. Sagt frá skemmtun, menningu og þeirri íþróttakeppni, sem átti sérstöðu á landsvísu. Þá verður einnig sagt frá nokkrum íþróttamönnum héraðsins.

Helgi er frá Laugalandi í Stafholtstungum. Hann stundaði íþróttir og var í forystu ungmennafélagsstarfs, í Stafholtstungum, Borgarnesi og Ungmennasambandi Borgarfjarðar á sínum betri árum. Hann hefur starfað lengi sem blaðamaður við Morgunblaðið. Helgi hefur skrifað greinar um sögu íþróttamóta Borgarfjarðar fyrir Borgfirðingabók.

Fyrri hlutinn var í bókinni 2016 og seinni hlutinni í bókinni sem væntanleg er á árinu 2018.

Ljósmyndin er frá íþróttamóti á bökkum Hvítár 11. júlí 1937. Ljósm. Bjarni Árnason.

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.