Snorrabíó í héraðsskólanum
3. október 2017

Snorrabíó í héraðsskólanum

Önnur staðsetning

Í kvöld, þriðjudaginn 3. október verður sýnd kvikmynd  um Snorrahátíðina 1947. Kvikmyndin  var unnin á Kvikmyndasafni Íslands fyrir Snorrastofu og stendur saman af gömlum myndbrotum frá Snorrahátíð 1947 í Reykholti og lýsir einnig för norsku gestanna sem hingað komu fyrir 70 árum. Hátíðarhöldin í framhaldi af Snorrahátíð í Reykholti stóðu í heila viku. Myndin er þögul en Óskar Guðmundsson rithöfundur kynnir efnið og segir frá því sem fyrir augu ber. Hlustað verður á brot af útsendingu Ríkisútvarpsins frá hátíðinni, sem varðveist hefur.

Umræður og kaffiveitingar.

Aðgangur kr. 500

Verið velkomin

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.