Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson - 16. október
16. október 2018

Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson - 16. október

Bókhlaða Snorrastofu

Dr. Haukur Þorgeirsson

„Sömdu Sturlungar þetta allt saman?" Fortíð og framtíð rannsókna á höfundum íslenskra miðaldabókmennta.

Dr. Haukur Þorgeirsson flytur.

Hverjir sömdu Íslendinga sögurnar? Í miðaldahandritum er engin þeirra eignuð höfundi með skýrum hætti en fræðimenn hafa með ýmsum rökum tengt þær við nafngreinda einstaklinga frá 13. öld. Sérstaklega hefur sjónum verið beint að Sturlungum. Egils saga hefur verið kennd Snorra Sturlusyni og Laxdæla saga Ólafi Þórðarsyni. Sturla Þórðarson hefur verið orðaður við Eyrbyggja sögu, Grettis sögu, Njáls sögu og Gull-Þóris sögu. Rökin fyrir þessu eru missterk. Í erindinu verður rætt um þau rök sem beitt hefur verið á þessu sviði og sérstaklega fjallað um um stórtækan samanburð á orðtíðni textanna. Stílmæling með aðstoð hugbúnaðar er aðferð sem hefur sannað gildi sitt við rannsóknir á höfundum en hún hefur einnig ákveðnar takmarkanir, sérstaklega þegar henni er beitt á texta frá miðöldum. Farið verður yfir nýlegar rannsóknir á sviðinu og reifað hvers konar framhaldsrannsóknir gætu varpað frekara ljósi á málin.

Athugið að fyrirlesturinn var áður auglýstur þriðjudaginn 2. október, en frestaðist þá af óviðráðanlegum orsökum.

Kaffiveitingar og umræður.

Aðgangur kr. 500.

Haukur Þorgeirsson er rannsóknardósent við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hann hefur doktorspróf í íslenskri málfræði og MS-próf í tölvunarfræði. Í rannsóknum sínum hefur Haukur fengist við forna texta frá málfræðilegu og textafræðilegu sjónarmiði.

 

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.