Líf í lundi - fjölskyldudagur við Reykholtsskóga
Önnur staðsetning
Laugardaginn 22. júní verður haldinn skógardagur í Reykholti. Dagurinn hefst á Eggertsflöt kl. 13 og stendur til kl. 16. Ýmislegt verður á boðstólum fyrir unga sem aldna - skógarganga, happadrætti, tónlist, brauð á teini bakað, skátar kenna að súrra og leiki og gestum verða kennd réttu handtökin við tálgun.
Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja máttarstólpa í skógrækt á Vesturlandi - Skógræktarinnar, Skógræktarfélags Borgarfjarðar og Félags skógareigenda á Vesturlandi. Skógardagurinn er liður í átaksverkefninu Líf í lundi. Tilgangur Líf í lundi er að kynna almenningi skóga landsins og njóta útiverunnar saman.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.