Fyrirlestrar í héraði: Konur breyttu búháttum. Borgfirski Mjólkurskólinn og rjómabúin.
15. nóvember 2016

Fyrirlestrar í héraði: Konur breyttu búháttum. Borgfirski Mjólkurskólinn og rjómabúin.

Bókhlaða Snorrastofu

Bjarni Guðmundsson prófessor emeritus, forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri flytur. Fyrirlesturinn hefst að venju kl. 20:30 og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna. Aðgangseyrir er kr. 500

Bjarni GuðmundssonMjólkurskóli var stofnaður á Hvanneyri haustið 1900 og starfaði til ársins 1918, lengst af á Hvítárvöllum. Samhliða spruttu upp rjómabú (smjörbú) í Borgarfirði og víðar en til þeirra réðust margir nemendur skólans. Smjörið var flutt á erlenda markaði og gaf tekjur er studdu nýsköpun í sveitum. Nemendur Mjólkurskólans áttu beinan og óbeinan þátt í því að búhættir breyttust. Skólinn var eingöngu ætlaður konum. Þeim opnaðist með honum ný leið til menntunar og starfsframa og skólann má telja brautryðjanda sérhæfðrar kennslu og þróunar á sviði matvælafræði hérlendis.

Bjarni Guðmundsson er  Dýrfirðingur, frá Kirkjubóli. Hann lauk doktorsprófi frá Norska landbúnaðarháskólanum 1971 og kenndi síðan búfræði á Hvanneyri um meira en fjögurra áratuga skeið. Jafnhliða vann hann að rannsóknum á sviði fóðuröflunar.  Frá lokum síðustu aldar hefur Bjarni veitt Landbúnaðarsafni Íslands forstöðu og stýrt uppbyggingu þess. Hann mun brátt láta af því starfi en sinna áfram rannsóknum á og skrifum um landbúnaðarsögu, einkum efni er varðar búhætti á tuttugustu öld og þróun þeirra.

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.