Stjórnarmyndanir á Íslandi frá upphafi til okkar daga
1. desember 2024

Stjórnarmyndanir á Íslandi frá upphafi til okkar daga

Bókhlaða

Sunnudaginn 1. desember kl. 16 flytur Guðni Th. Jóhannesson fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti, sem ber yfirskriftina „Stjórnarmyndanir á Íslandi frá upphafi til okkar daga. Stutt yfirlit“. Fyrirlesturinn, sem er hluti af fyrirlestraröðinni „Fyrirlestrar í héraði“, er öllum opinn og er aðgangur ókeypis.

Í erindinu verður farið yfir stjórnarmyndanir á Íslandi eftir kosningar og stjórnarslit í tímans rás. Rætt verður um ýmis álitamál sem kunna að vakna á þeim tímamótum með hliðsjón af sögu og hefðum, stjórnskipun og tíðaranda samtímans.

Guðni er prófessor við Háskóla Íslands og var forseti Íslands 20162024.

Fyrirlesturinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

 

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.