9. nóvember 2015
Dagrenning með yngstu kynslóðinni í bókhlöðunni
Bókhlaða Snorrastofu
Norræna bókasafnavikan hefst í dagrenningu kl. 10 með sögustund þar sem Aldís Eiríksdóttir les úr bók vikunnar, Vöffluhjarta eftir Maria Parr. Sami texti er lesinn um öll Norðurlönd.
Elstu börnin á leikskólanum Hnoðrabóli og þau yngstu á Kleppjárnsreykjum eru sérstakir gestir en allir eru velkomnir.
Börnin fá svo að njóta næðis og skoða sig um í bókhlöðunni eftir lesturinn, teikna myndir eða lesa.
Þema vikunnar er vinátta, eins og sjá má á plakati vikunnar.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.