Fyrirlestrar í héraði: „Heimsborgari gerist sveitakona“
31. maí 2016

Fyrirlestrar í héraði: „Heimsborgari gerist sveitakona“

Bókhlaða Snorrastofu

Í hátíðarsal gamla héraðsskólans þriðjudaginn 31. maí kl. 20:30. Um frú Önnu Bjarnadóttur (1897-1991) kennara, kennslubókahöfund og prestsfrú í Reykholti. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur flytur.

Kristrún Heimisdóttir

Kristrún Heimisdóttir er lögfræðingur að mennt, hefur starfað sem háskólakennari, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og aðstoðarmaður ráðherra, bæði utanríkis og efnahagsmála, en gegnir nú rannsóknarstöðu við Columbíaháskólann í New York. Sumarið 2015 hafði hún ásamt Ævari Kjartanssyni umsjón með þáttaröð á Rás 1 Ríkisútvarpsins á sunnudagsmorgnum sem bar heitið Höfundar eigin lífs - um frelsi og helsi íslenskra kvenna. Tilefni þáttanna var að minnast 100 ára kosningarréttar kvenna.

Að venju verður boðið til umræðna og kaffiveitinga á þessu kvöldi. Aðgangseyrir er 500 kr.

 

 

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.