Fyrirlestrar í héraði: „Heimsborgari gerist sveitakona“
Bókhlaða Snorrastofu
Í hátíðarsal gamla héraðsskólans þriðjudaginn 31. maí kl. 20:30. Um frú Önnu Bjarnadóttur (1897-1991) kennara, kennslubókahöfund og prestsfrú í Reykholti. Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur flytur.
Kristrún Heimisdóttir er lögfræðingur að mennt, hefur starfað sem háskólakennari, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og aðstoðarmaður ráðherra, bæði utanríkis og efnahagsmála, en gegnir nú rannsóknarstöðu við Columbíaháskólann í New York. Sumarið 2015 hafði hún ásamt Ævari Kjartanssyni umsjón með þáttaröð á Rás 1 Ríkisútvarpsins á sunnudagsmorgnum sem bar heitið Höfundar eigin lífs - um frelsi og helsi íslenskra kvenna. Tilefni þáttanna var að minnast 100 ára kosningarréttar kvenna.
Að venju verður boðið til umræðna og kaffiveitinga á þessu kvöldi. Aðgangseyrir er 500 kr.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.