Mín sál þinn söngur hljómi
30. október 2021

Mín sál þinn söngur hljómi

Reykholtskirkja

Eins og mörgum mun kunnugt, lét sr. Geir Waage af störfum sóknarprests í Reykholtsprestskalli fyrir aldurs sakir um síðustu áramót eftir 42ja ára farsæla þjónustu hans og eiginkonu hans, Dagnýjar Emilsdóttur, við söfnuðinn og staðinn í Reykholti. Sóknarnefnd Reykholtssóknar og Snorrastofa bjóða til dagskrár þeim hjónum til heiðurs og þakkar fyrir árin öll. Þakkarhófið átti að halda á vormánuðum, sem ekki reyndist gerlegt vegna covid-faraldursins, en vegna tilslakana í smitvörnum reynist nú loks mögulegt að standa fyrir þessum viðburði. Það er því sóknarnefnd, sóknarbörnum, Snorrastofu og Reykholtskórnum gleðiefni að bjóða til dagskrár í Reykholtskirkju þann 30. október n.k. kl. 15.00.  Þorvaldur Jónsson, formaður sóknarnefndar, mun setja dagskrána, en síðan mun Óskar Guðmundsson flytja fyrirlesturinn „Snorri Sturluson og Reykholt – miðstöð menningar og valda“ og að lokum Björn Bjarnason, stjórnarformaður Snorrastofu, flytja ávarp. Á milli atriða mun Reykholtskórinn flytja nokkur lög, en í kjölfarið mun Reykholtssókn bjóða upp á veitingar í safnaðarsalnum. Þar gefst fólki kostur á að ávarpa séra Geir og frú Dagnýju.

Kynnir og stjórnandi: sr. Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur í Reykholtsprestakalli

  1. Með virðingu og þökk. Þorvaldur Jónsson formaður sóknarnefndar
  2. Snorri Sturluson og Reykholt - miðstöð menningar og valda. Fyrirlestur: Óskar Guðmundsson.
  3. Það gefur á bátinn... Reykholtskórinn syngur.
  4. Björn Bjarnason stjórnarformaður Snorastofu ávarpar heiðursgesti
  5. Á Rauðsgili og fleiri lög... Reykholtskórinn syngur
  6. Kaffiboð í boði Reykholtssóknar. Guðfinna Guðnadóttir og fleiri stjórna.
  7. Örstuttar ræður undir borðum. Borgfirðingar og gestir skemmta sér.

 

Verið velkomin.

 

Reykholtsprestakall – Snorrastofa - Reykholtskórinn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.