Snorrastofa fagnar 20 ára afmæli
3. október 2015

Snorrastofa fagnar 20 ára afmæli

Snorrastofa

Snorrastofu var ýtt úr vör á dánardægri Snorra Sturlusonar 23. september 1995. Þá var undirrituð stofnskrá hennar en það gerðu Guðlaugur Óskarsson formaður sóknarnefndar Reykholtskirkju og Björn Bjarnason menntamálaráðherra.

Af þessu tilefni býður stofnunin til dagskrár í Reykholtskirkju - Snorrastofu:

  • Litið til baka. Björn Bjarnason formaður stjórnar Snorrastofu;

    Snorrastofa í dagsins önn. Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu;

  • Ljóðaþáttur úr landsuðri. Ólafur Pálmason mag. art. ræðir um og fer með nokkur ljóð Jóns Helgasonsar;
  • Ný heimasíða opnuð. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis;
  • Snorres venner. Greint frá stofnun hollvinafélags í Bergen á dánardægri Snorra Sturlusonar;
  • Söngur. Snorri Hjálmarsson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir.
  • Opið hús - veitingar

Allir velkomnir

 

 

 

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.