Frá Íslandi til Nígeríu með viðkomu í Kína
12. júlí 2022

Frá Íslandi til Nígeríu með viðkomu í Kína

Bókhlaða Snorrastofu

Snorri mun segja frá reynslu sinni af búsetu og störfum í fjarlægum löndum, þar sem hann hefur undanfarin ár unnið að þróun mjólkurframleiðslu við býsna krefjandi aðstæður. 

Snorri lauk BSc námi frá Landbúnaðarháskólunum á Hvanneyri árið 1995 og síðan  meistarnámi frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1998, þar sem hann sérhæfði sig í nautgriparækt. Hann vann svo á Íslandi frá 1998 til 2010 við kennslu, námskeiðahald, rannsóknir og framkvæmdastjórn, bæði hjá Landssambandi kúabænda og Búrekstrarsviði Landbúnaðarháskólans. 

Árið 2010 hóf hann störf sem ráðgjafi danskra kúabænda á vegum danska ráðgjafa- og þróunarfyrirtækisins SEGES. 2017 flutti hann síðan til Kína og starfaði þar sem sem framkvæmdastjóri hjá danska fyrirtækinu Arla Foods, en þetta samvinnufélag hefur sérhæft í mjólkursöfnun og -vinnslu. Í Kína sá hann um rekstur þróunarstofnunar í eigu Arla Foods og árið 2021 tók hann að sér uppbyggingu Arla Foods í Nígeríu og hefur verið þar frá því í fyrra. Hann hefur einnig  komið að málum í Túnis, Indónesíu og Bangladesh og framundan er vinna við ráðgjöf i Líbanon.

Fyrirlesturinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Vesturlands. 

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.