Tónleikar kórs Menntaskólans að Laugarvatni í Reykholtskirkju
17. maí 2021

Tónleikar kórs Menntaskólans að Laugarvatni í Reykholtskirkju

Bókhlaða Snorrastofu

Kór Menntaskólans að Laugarvatni samanstendur af 125 nemendum skólans þetta skólaár. Kórstjóri er Eyrún Jónasdóttir. Þess má geta að heildarfjöldi nemenda við skólann þetta ár voru 141, það er því mikill meirihluti nemenda sem er í kórnum og er hann orðinn langstærsti framhaldsskólakór landsins. Það hefur þó ekki alltaf verið svo gott en í skólanum er mikil söngmenning og styðja stjórnendur skólans vel við þá menningu. Kórinn er valgrein og fá því nemendur einingar fyrir það val og alveg augljóst að það er vinsælt val. Enda er það líka stór partur af félagslífi skólans, að taka þátt í kórnum, fara í kórferðalög og spila á tónleikum. Ávallt er uppselt á tónleika kórsins svo það er óhætt að segja að þetta er góður kór. Í kórnum eru líka nemendur sem spila á hljóðfæri og fá þau oft að njóta sín á viðburðum sem er virkilega gaman að sjá og heyra.

Vanalega hefur kórinn æft tvisvar í viku, farið í æfingabúðir einu sinni á önn, haldið jólatónleika og vortónleika, ásamt einstaka viðburðum sem sungið er á en ljóst er að Covid-19 hefur sett smá strik á reikninginn sem vart þarf að kynna. Við höfum samt æft eins mikið og við getum og skipt þá kórnum niður í minni hópa. Við stefnum enn á vortónleika nú í vor þótt þeir verði líklega með öðru sniði en vanalega og Ítalíuferð næsta vor (2022) en ætlunin var að fara þetta ár og fara svo alltaf þriðja hvert ár, svo að allir fái að fara einu sinni á skólagöngunni. Það verður virkilega ánægjulegt að fara í eðlilegt horf næstu önn.

Sá hópur sem nú heldur tónleika eru kórsöngvarar úr 3. bekk skólans.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.