
Bókakynning með léttum nótum í Prjóna-bóka-kaffinu
Bókhlaða Snorrastofu
Næsta fimmtudagskvöld, 13. desember kl. 20 ber að garði góðan gest í Prjóna-bóka-kaffið okkar, Bjarna Guðmundsson á Hvanneyri. Hann kynnir nýútkomna bók sína, Íslenska heyskaparhætti, og í ljósi árstíðarinnar hefur hann með sér gítar, rabbar ögn um hey og heyskap, jól, kaupakonur... og kannski eitthvað fleira.
Glóðvolgar jólabækurnar bíða lesendanna, heitt verður á könnunni, hannyrðir við hönd - allt skapar notalega baðstofustemningu.
Verið öll velkomin.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.