Schola cantorum - tónleikar í Reykholtskirkju 11. mars
11. mars 2017

Schola cantorum - tónleikar í Reykholtskirkju 11. mars

Reykholtskirkja

Laugardaginn 11. mars kl 17 gefst tónlistarunnendum tækifæri til að hlýða á Kammerkórinn Schola Cantorum flytja tónlist af nýútkomnum geisladiski sínum Meditatio á tónleikum í  Reykholtskirkju.

Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Schola Cantorum var valinn tónlistarflytjandi ársins 2016 og geisladiskurinn Meditatio tilnefndur sem plata ársins. Um diskinn segir á heimasíðunni Íslensku tónlistarverðlaunin, "Stórglæsilegur hljómdiskur Schola cantorum, Meditatio, trónir sem krúna á tuttugu ára starfstíð eins helsta kammerkórs landsins. Metnaður og heildarhugsun skín gegnum verkefnaval sem og uppröðun, og stórbrotin hljómgæði færa hljómdiskinn í hásæti út fyrir landsteina á meðal þess besta sem gerist."Kammerkórinn Schola cantorum var stofnaður árið 1996 af stjórnanda kórsins, Herði Áskelssyni. Kórinn hefur síðan starfað við góðan orðstír og haldið fjölda tónleika ýmist hér á landi og erlendis. Kórinn hefur getið sér gott orð fyrir vandaðan kórsöng og jafnan hlotið hástemmt lof gagnrýnenda og mörg innlend og alþjóðleg verðlaun.

Allir eru hjartanlega velkomnir - aðgangseyrir 1.000 kr.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.