Fullveldishátíð í Reykholti
Önnur staðsetning
Messa í Reykholtskirkju, kl. 14
Hátíðarkaffi
Fyrirlestrar í héraði í bókhlöðu, kl. 16:
Viðhorf Dana til íslenskrar tungu og bókmennta
Auður Hauksdóttir fyrrv. forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur flytur
Á síðari hluta átjándu aldar tóku hugmyndir um þjóðerni að ryðja sér til rúms í Danmörku og víðar. Í tengslum við þjóðernismyndun Dana gegndu íslenskar bókmenntir veigamiklu hlutverki, þar sem þær greindu frá sögu Norðurlanda og voru skrifaðar á íslensku. Þá naut íslensk tunga virðingar meðal danskra fræðimanna fyrir hreinleika sinn. Í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir þessum aðstæðum og hvaða þýðingu þær höfðu fyrir afstöðu Íslendinga til eigin tungu og menningar.
Auður Hauksdóttir lauk doktorsprófi í dönsku frá Kaupmannarhafnarháskóla árið 1999 auk fjölbreytilegrar menntunar fram að því. Hún hefur komið víða við á starfsferli sínum, meðal annars kennslu í Háskóla Íslands og hún var forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur frá 2001 til 2017, hefur ritað ótal greinar og flutt fyrirlestra í tengslum við störf sín. Hún var sæmd Dannebrogsorðu af fyrstu gráðu árið 2017 fyrir framlag til rannsókna og kennslu og að stuðla að jákvæðum tengslum Íslands og Danmerkur. Auður er nú fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn Snorrastofu.
Myndasafn
Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu
Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi
Opnunartímar Gestastofu
1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00
1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.