"Fyrirlestrar í héraði: &quote;Einn kvenmaður&quote;"
10. nóvember 2015

"Fyrirlestrar í héraði: &quote;Einn kvenmaður&quote;"

Bókhlaða Snorrastofu

Vilborg Davíðsdóttir flytur.

Vilborg_feb.2015Vigrodi_heimaskann

„Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna.“ Þannig farast sögumanni Laxdælu orð um ferð Auðar djúpúðgu frá Katanesi á Skotlandi til Íslands í lok níundu aldar. Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur hefur sent frá sér tvær skáldsögur um ævi landnámskonunnar og vinnur nú að þeirri þriðju og síðustu þar sem hún spinnur þráðinn út frá þessum þekktu orðum, ásamt heimildum um atburði í Skotlandi á sögutímanum. Vilborg hefur getið sér gott orð fyrir skrif sögulegra skáldsagna þar sem sterkar konur fyrri alda takast á við örlög sín og má þar fyrsta telja söguna um ambáttina Korku Þórólfsdóttur sem kom út fyrir rúmum tuttugu árum en nýtur stöðugrar hylli lesenda á öllum aldri. Í fyrirlestrinum fjallar Vilborg í máli og myndum um skrif sín um Auði djúpúðgu og miðlar reynslu sinni af því að tengja menningararfinn við nútímann.

Kaffiveitingar og umræður.

Aðgangur 500 kr.

Myndasafn

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.