Hann kom kristni á Ísland
2. nóvember 2015

Hann kom kristni á Ísland

Bókhlaða Snorrastofu

Konungasögur ritaðar í Borgarfirði: Hann kom kristni á Ísland

Haralds saga gráfeldar, Ólafs saga Tryggvasonar

Námskeið á vegum Snorrastofu, Landnámsseturs Íslands í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi. Konungasagnaritun Íslendinga á miðöldum náði hápunkti sínum á 13. öld í verkum Snorra Sturlusonar í Reykholti. Sögurnar eru einstakar heimildir um sögu norrænna þjóða og kallast bæði á við önnur verk Snorra (Eddu, Egils-sögu) sem og aðrar sögur á blómatíma íslenskra bókmennta. Snorri er talinn hafa fyrst ritað sérstæða sögu af Ólafi helga en hún hafi síðan verið felld inn í heildarverkið Heimskringlu. Margt segir og af íslenskum höfðingjum og málefnum í þessum sögum. Á fyrirlestrarkvöldunum verður þess freistað að kynnast sagnaheiminum öllum, leggja sig eftir söguþræði og samhengi, ættirnar skyggndar og skoðaður texti út frá ýmsum sjónarhornum, sem og spilað eftir eyranu með gestum. Hægt er að skrá sig á stök kvöld með litlum fyrirvara. Allt námskeiðið kostar kr. 19.900 og stakt kvöld kostar kr. 3.400.

 

Námskeið – annað kvöld

Leiðbeinandi Óskar Guðmundsson

Skráning hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.