Dagur Snorra Sturlusonar
21. september 2024

Dagur Snorra Sturlusonar

Dagskrá Dags Snorra Sturlusonar 2024 

Snorrastofa verður með hátíð tileinkaða Snorra Sturlusyni laugardaginn 21. september nk. Þema þessa fyrsta Dags Snorra verður „Snorri og Ritmenning íslenskra miðalda“. Reiknað er með að viðburðurinn verði árlegur.

 Dagurinn hefst kl. 13 með borðspilaviðburði í sýningarsal Snorrastofu, en sjálf dagskráin hefst síðan kl. 16.

 Borðspilaviðburðurinn, sem ungir sem aldnir eru hvattir til að sækja, er haldinn í samvinnu við Game Lab við Edinborgarháskóla og bæjarstjórn ítalska bæjarins Gradara, en Snorrastofa gerði nýverið samstarfssamning við þennan merka miðaldabæ. Sagnfræðingurinn Gianluca Raccagni, lektor við Edinborgarháskóla, mun stýra þessum viðburði ásamt James Holloway, leikjahönnuði frá Cambridge, og Federico Mammarella, forstöðumanni upplýsingamiðstöðvar ferðamanna i Gradara.

 Hátíðardagskráin kl. 16 í Reykholtskirkju:

 Setning: Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

 Fyrirlestrar:

 Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu: Verkefni Snorrastofu til framtíðar.

Gianluca Raccagni, James Holloway og Federico Mammarella: Kynning á gerð líkans af bæ Snorra Sturlusonar.

 Óskar Guðmundsson, rithöfundur: Snorraskólinn

Torfi H. Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands: Kristin nýgerving í heiðnu kvæði. Um Sonatorrek í Egils sögu

Gottskálk Þór Jensson, prófessor við Háskóla Íslands: Ritmenningin á Þingeyrum í ljósi fornleifanna

Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda.

 Þorgeir Ólafsson, formaður stjórnar Snorrastofu slítur samkomunni.

 Kynnir: Séra Geir Waage.

 Tónlist: Félagar úr Reykholtskórnum undir stjórn Hólmfríðar Friðjónsdóttur.

 Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

  

Dagskrá.pdf 

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.