5 Snorrastytta Vigelands
Styttan af Snorra Sturlusyni eftir Gustav Vigeland hefur lengi verið eins konar kenni-mark Reykholts. Styttuna gáfu Norðmenn Íslendingum, upp-haflega til að minnast 700. ártíðar skáldsins 1941, en vegna heims-styrj-aldar-innar var ekki hægt að afhenda styttuna þá. Það var hins vegar gert við hátíðlega viðhöfn nokkru eftir stríðið að viðstöddu miklu fjölmenni, árið 1947. Snorra-hátíðir voru haldnar nokkrum sinnum eftir þetta – síðast árið 1979.