10 Snorralaug
Laugin í Reykholti hefur verið í notkun allt frá landnámsöld og á sinn þátt í að Reykholt varð miðstöð valda og áhrifa á miðöldum, hún fékk þá nafn af Snorra Sturlusyni. Snorralaug fær heita vatnið úr hvernum Skriflu og voru lagðar þangað leiðslur, stokkar úr flötum steinum. Heita vatnið var til að auka vellíðan, til líknar og lækninga, og böð voru einnig félagsleg athöfn. Snorralaug hefur í aldanna rás verið auðkenni staðarins. Hún hefur haldið lagi sínu nokkurn veginn frá upphafi, en tvisvar til þrisvar á hverri öld þarf að hressa hana við þar sem hún gengur úr lagi vegna jarðraskana.