12 Nítjándu aldar kirkja

Gamla kirkjan sem enn stendur var byggð á árunum 1885–1887, norðan við gamla kirkjugarðinn. Kirkja Þorsteins Helgasonar sem hafði verið á sama stað og kirkjur höfðu staðið um aldir, var þá rifin og ný kirkja byggð á öðrum stað í garðinum – það er gamla kirkjan sem blasir við sjónum gesta. Þegar nýja Reykholtskirkjan var tekin í notkun var gamla timburkirkjan afhelguð sem kallað er og fór hún þá undir umsjón Þjóðminjasafns sem stóð fyrir endurbyggingu og varðveislu hennar, en Snorrastofa sér um reksturinn.

Miðaldasmiðja
Við undirbúning að nýjum grunni undir gömlu timburkirkjuna fundust rústir smiðju sem reyndist vera frá miðöldum. Nú geta gestir skoðað smiðjuna um kirkjugólfið á Nítjándu aldar kirkjunni.

Kirkjugarður , Sturlungareitur
Kirkjugarðurinn í Reykholti hefur að geyma góða granna allt
frá Sturlungaöld til okkar daga. Hér fengu vísast legstað sögu­persónur úr Íslandssögunni, Snorri Sturluson og Guðný Böðvars­dóttir móðir hans og fleiri af kyni Sturlunga. Í garðinum er Sturlunga­reitur til minningar um það fólk – en hér eru líka orpnir moldu sveitungar sem í alda rás hafa fengið hinstu hvílu á þessum stað. Margir þeirra ganga ómerktir út á eilífðarlendurnar en sumra er minnst með myndarlegum bautasteinum. Meðal rithöfunda og listamanna frá seinni tímum sem hér hvíla eru Guðmundur G. Hagalín, Jónas Árnason, Flosi Ólafsson og Ingólfur Margeirsson.

Minnismerkið Triarkia
Í kirkjugarðinum er listaverk eftir Jóhann Eyfells – Triarkia frá 1992, með skildi þar sem segir: Römm er sú taug… til minningar um pestshjónin Einar Pálsson og Jóhönnu K. Eggertsdóttur Briem.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.