7 Snorragarður

Svæðið á milli Héraðsskólans gamla og þjóðvegarins nefnist Snorra­garður.

Geirstjörn

Á túninu fyrir neðan Snorralaug – við þjóðveginn er tjörn með volgu vatni. Hún er gjörð af manna höndum. Heita vatnið neðan­jarðar hefur verið á töluverðri hreyfingu í túninu, þannig að komið hafa upp brenn­heitar lindir á ýmsum stöðum og geta orðið fólki hættulegar. Því var heita vatnið ræst fram og sameinað í eina tjörn, sem heima­menn hafa nefnt Geirstjörn til heiðurs sóknarprestinum sr. Geir Waage, sem hefur haft forgöngu um þessa framkvæmd. Þrátt fyrir þessar aðgerðir koma enn upp brenn­heitir og hættulegir pyttir á svæðinu sem ferðafólk er varað við.

Opnunartímar skrifstofu Snorrastofu og Bókhlöðu

Virka daga 10:00–17:00
Prjóna-bóka-kaffi

Opnunartímar Gestastofu

1.maí - 31.ágúst:
Alla daga 10:00 - 17:00

1.sept - 30.apríl:
Virka daga 10:00 - 17:00
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.