7 Snorragarður
Svæðið á milli Héraðsskólans gamla og þjóðvegarins nefnist Snorragarður.
Geirstjörn
Á túninu fyrir neðan Snorralaug – við þjóðveginn er tjörn með volgu vatni. Hún er gjörð af manna höndum. Heita vatnið neðanjarðar hefur verið á töluverðri hreyfingu í túninu, þannig að komið hafa upp brennheitar lindir á ýmsum stöðum og geta orðið fólki hættulegar. Því var heita vatnið ræst fram og sameinað í eina tjörn, sem heimamenn hafa nefnt Geirstjörn til heiðurs sóknarprestinum sr. Geir Waage, sem hefur haft forgöngu um þessa framkvæmd. Þrátt fyrir þessar aðgerðir koma enn upp brennheitir og hættulegir pyttir á svæðinu sem ferðafólk er varað við.