6 Konungslundur
Í tilefni af afhendingu styttunnar 1947 gáfu Norðmenn líka tré til skógræktar. Áður hafði nokkrum trjám verið komið fyrir í lundi suðvestur af skólahúsnæðinu. Hér var kominn sprotinn að myndarlegum trjálundi – Konungslundi sem svo er nefndur til heiðurs Ólafi konungi Hákonarsyni og niðjum hans. Konungslundur er vestur af héraðsskólanum, og er aðgengilegur gangandi ferðamönnum.