3
Reykholtskirkja

Byggingin sem nú ber hæst í Reykholti, Reykholtskirkja – Snorra-stofa var reist að frumkvæði Reykholtssafnaðar á árunum 1988–1996. Garðar Halldórsson, af ætt Húsfellinga, og húsameistari ríkisins, teiknaði bygginguna. Kirkjan byggir á fornri frægð kirkju-miðstöðvar í Reykholti og vinnur þétt með Snorrastofu að menningarmálum. Hún hýsir margvísleg menningarleg verðmæti og er eftirsótt til tónleikahalds.

Húsafellssteinar – sýning í gestastofu

Í kirkjugarðinum voru nokkrir steinar – Húsafellssteinar – höggnir af niðjum sr. Snorra Björnssonar á Húsafelli. Húsafells-steinarnir eru með sérstæðu lagi og höggnir af ættlægri hind og snilli. Flestir þeirra eru frá seinni hluta nítjándu aldar og í gestastofu er sér-stök sýning á þessum steinum þar sem dregnar eru upp myndir í texta af tengslum fólksins í Reykholtssókn og húsfellsku steinanna.