Reykholtskirkja

Sóknarprestur í Reykholti er sr. Geir Waage.

Sr. Geir Waage

Sr. Geir Waage

 

Póstáritun: 320 Reykholt

Sími: 435 1112 og 893 2320

Netfang: srgeir@icloud.com

Nýja kirkjan í Reykholti var vígð 28. júlí 1996, teiknuð af Garðari Halldórssyni. Hún er rómuð fyrir hljómburð. Hljóðhönnun annaðist Gunnar H. Pálsson verkfræðingur.  Í kirkjunni eru gamlar kirkjuklukkur, Frobeniusorgel Dómkirkjunnar í Reykjavík, verðlaunaðir steindir gluggar Valgerðar Bergsdóttur og skírnarfontur úr klébergi, gjöf Norðmanna. Skírnarfat og altarisbrík Reykholtskirkju eru frá því um 1500, nú eign Þjóðminjasafnsins. Nýr kross var reistur fyrir stafni kirkjunnar sumarið 2012, sjá nánar undir flipanum Gripir Reykholtskirkju…

Gamla kirkjan í Reykholti var reist á árunum 1885 – 1887 og var sóknarkirkja til 1996. Hún tilheyrir nú húsasafni Þjóðminjasafns Íslands og er opin gestum staðarins.

Sjá nánar um kirkjuna og búnað hennar á viðbótarflipum kirkjunnar hér á vefnum.

Reykholtsprestakall
Dagskrá í Reykholtskirkju um aðventu og jól 2018
20. desember kl. 20.30
Aðventutónleikar fjögurra kóra undir stjórn Viðars Guðmundssonar: Reykholtskórinn , Söngbræður, Freyjukórinn og kór Hólmavíkurkirkju.
Jón Bjarnason organisti í Skálholti leikur á píanó og orgel og Kristín Sigurjónsdóttir á fiðlu.
Á aðfangadag jóla er barnastund í kirkjunni kl. 11.30
Guðsþjónusta er á aðfangadagskvöld kl. 22
Jólatónleikar Borgarfjarðardætra verða í Reykholtskirkju
fimmtudaginn 27. desember kl. 22.30
Guðsþjónusta verður í Gilsbakkakirkju á jóladag kl. 14
Sóknarprestur

 

Helgihald í Reykholti er einnig rakið með viðburðum á vef Snorrastofu.

 

Eldri áætlanir um helgihald…